Feneyjagöndullinn

Apaheila dreymdi draum, í grófum dráttum var hann eftirfarandi:

Mikill menningarviðburður var í gangi einhversstaðar á Ítalíu, alþjóðleg listsýning og Íslendingar fengu að vera memm.

Íslenski básinn var opnaður með pompi og prakt; Guðrún Á. Símonar söng með Bónuspoka á hausnum, Einar Örn spilaði á lúður með rassgatinu, menntamálaráðherra talaði í hljóði um ástarlíf mófugla og maðurinn hennar túlkaði samtímis á táknmáli fyrir heyrnarlausa á staðnum. 

Aðalatriðið var samt stórkostlegt framlag listamannsins íslenska, Stony Wonderfjord. Hann sýndi verk sem var dauð kind geymd í lokaðri körfu.  Ekki kindin sjálf, ekki líkið af henni sem slíkt, heldur sál hennar. Andinn. Afturgengin kind í bastkörfu sem þurfti reglulega að fá vatn að drekka.

Fagnaðarlætin og hrifningin yfir þessu framlagi voru gríðarleg, Kristján Jóhannsson klappaði svo fast að það fór að blæða úr geirvörtunum á honum, Daníel Ágúst kom og þerraði blóðið með mosa og sagði "svona svona vinur, þetta lagast".

Þegar Ómar Ragnarsson kom siglandi í ál-gondóla, gubbandi af sjóveiki, þá vaknaði apaheili og draumurinn varð ekki lengri.

Hann er lyginni líkastur draumaheimurinn! 

 

 

 

 


Kolefnisjafnaðu þig helvítið þitt!

Þetta kolefnisjöfnunarflipp er stórundarlegt, en skógrækt er sjálfsagt alltaf jákvæð.

Þessi auglýsing frá Kolvið er samt sérstaklega asnaleg.


 

 

 

Það eru greinilega ýmisleg not fyrir grænmálaða bensíntanka.

Það er hægt að dansa við þá, spila á þá eins og gítar, nota sem þægilega tösku og ... jaaa, ég veit ekki hvað presturinn er að gera með tankinn,  kannski er hún í ryksugupásu?

Nú eru bílasalar (og reyndar fleiri) farnir að spila skammlaust inná þessa "grænu" ímynd. Ef þú kaupir bíl hjá okkur þá ertu umhverfisvæn(n), engin mengun, ekkert koldíoxíð, allir grænir og glaðir....jeee, sure! 

Samviskan er krítarkort...

 

Fróðleikur 



Lúsakambur

Á Flateyri búa samtals 337, þar af eru erlendir ríkisborgarar 127.

Meira og minna allt vinnufært fólk í plássinu vinnur hjá sama fyrirtækinu og það fyrirtæki er búið að gefast upp, seldi allt klabbið og pakkaði saman.

Vextir af húsnæðislánum og yfirdrætti eru þeir sömu á Flateyri og Frakkastíg, er það ekki?

Hvernig er hægt að bjarga Flateyri?

Þarf að bjarga Flateyri?

Á að bjarga Flateyri?

Apaheili spyr því hann veit ekki neitt...

 


!!! Á R Í Ð A N D I !!!

 

Paris Hilton ætlar ekki að keyra aftur full...

 

 


Paul Watson

Apaheili vonar innilega að kallinn verði með í för þegar Farley Mowat kemur á Íslandsmið.  Það má alveg hafa gaman af svona nötturum en Watson er hættulegur.

Einn af stofnmeðlimum Greenpeace lét hafa þetta eftir sér: "I've known the guy [Watson] for 15 years, and he's absolutely insane, out of his mind."

Má ekki handtaka svínið þegar hann kemur inn fyrir 12 mílurnar? Böstann og sendann á Sogn?

Er kannski búið að dæma hann fyrir að sökkva Hvalbátunum hér í denn?

Apaheili spyr því hann veit ekki neitt...


mbl.is Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna fyrirætlanir Sea Shepherd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningar

Þegar maður er þrettán, fjórtán, fimmtan og sextán ára, þá er maður táningur.

Hvað kallast maður þegar aldurinn er sautján, átján og nítján? Tjáningur?

Apaheili spyr því hann veit ekki neitt...

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband