26.5.2007 | 15:55
Kolefnisjafnaðu þig helvítið þitt!
Þetta kolefnisjöfnunarflipp er stórundarlegt, en skógrækt er sjálfsagt alltaf jákvæð.
Þessi auglýsing frá Kolvið er samt sérstaklega asnaleg.
Það eru greinilega ýmisleg not fyrir grænmálaða bensíntanka.
Það er hægt að dansa við þá, spila á þá eins og gítar, nota sem þægilega tösku og ... jaaa, ég veit ekki hvað presturinn er að gera með tankinn, kannski er hún í ryksugupásu?
Nú eru bílasalar (og reyndar fleiri) farnir að spila skammlaust inná þessa "grænu" ímynd. Ef þú kaupir bíl hjá okkur þá ertu umhverfisvæn(n), engin mengun, ekkert koldíoxíð, allir grænir og glaðir....jeee, sure!
Samviskan er krítarkort...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.